Forsíða Saga Núpsskóla Myndabanki Fréttir Héraðsskólarnir Hollvinir Núpsskóla Gamla skólahúsið Hafa samband

Hollvinir Núpsskóla

Til er félag sem nefnir sig Hollvinir Núpsskóla.  Í félaginu eru um 200 meðlimir. Félagið hefur unnið ötullega að því að vernda sögu skólans.

Við hvetjum ykkur til að gerast Hollvinir Núpsskóla. Sendu upplýsingar í tölvupóstfang nupsskoli@nupsskoli.is með nafni, kennitölu, heimilisfangi og tölvupóstfangi.

Með því að gerast Hollvinur Núpsskóla greiðir þú ársgjald krónur 3.000 fyrir einstakling en 4.500 fyrir hjón.

Reikningur félagsins er: Banki 0154 - Höfuðbók 05 - Reikningsnúmer 444445 - Kennitala Hollvina 500206-1010

Lög hollvinasamtaka Núpsskóla

   4. grein. Tekjur Hollvina Núpsskóla eru:

Stjórnin ráðstafar tekjum samtakanna í samræmi við markmið þeirra. Verði samtökin lögð niður skal stjórn þeirra gera tillögu til félagsfundar um ráðstöfun eigna og skal stefnt að því að þær renni til sambærilegra verkefna. Varsla fjármuna skal falin bankastofnun samkvæmt ákvörðun stjórnar. Félagar teljast þeir er greiða félagsgjöld til Hollvina Núpsskóla ár hvert. Fyrirtæki, félagasamtök og opinberir   aðilar geta orðið styrktarfélagar en njóta ekki atkvæðisréttar.
   5. grein. Aðalfundur skal eigi haldinn síðar en 1. Júlí ár hvert.
   6. grein. Stjórn samtakanna skal skipuð fimm mönnum. Stjórnina skal kjósa á aðalfundi til eins árs. Stjórnin skiptir með sér verkum. Aðalfundur kýs einnig tvo varamenn og tvo skoðunarmenn reikninga.
Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til ráðgjafar og/eða til að vinna að einstökum málum samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Verkefni stjórnar eru m. a. að:

  7. grein. Reikningsár samtakanna er almanaksárið. Reikningar skulu lagðir fram endurskoðaðir og undirritaðir á aðalfundi.
  8. grein. Stjórninni er heimilt að hrinda í framkvæmd fjársöfnun í nafni samtakanna til stuðnings markmiðum þeirra ef þurfa þykir.
  9. grein. Til aðalfundar skal boða með minnst viku fyrirvara. Lögum samtakanna er einungis hægt að breyta á aðalfundi og þarf til þess a.m.k. 2/3 greiddra atkvæða. Tillögum til lagabreytinga skal skila til stjórnar minnst 15 dögum fyrir aðalfund og skal greina frá þeim í fundarboði.

© 2016 Hollvinir Núpsskóla